Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 69 . mál.


Nd.

461. Nefndarálit



um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1990.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Þrátt fyrir að óvenjulega mikil óvissa ríki um stöðu ríkisfjármála og að tölur breytist frá degi til dags þarf að afgreiða frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1990 í slíkum flýti að neðri deild er ætlaður til þess aðeins rúmur sólarhringur.
    Það gefur auga leið að á svo skömmum tíma er umfjöllun nefndarinnar um frumvarpið aðeins til málamynda og varla að vænta marktækrar, sjálfstæðrar niðurstöðu — einungis er um að ræða að staðfesta afgreiðslu efri deildar á meðferð málsins.
    Af þeim sökum lætur 1. minni hl. nægja að vísa til nefndarálits 2. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar á þskj. 401.
    Það má vera huggun harmi gegn þegar vinnuálag er með þessum brag að lánsfjárlög samþykkt frá Alþingi eiga ugglaust eftir að taka miklum breytingum áður en árið 1990 er allt. Plaggið allt er hvort eð er líkt og skrifað í sand en ekki klappað í stein.

Alþingi, 21. des. 1989.


Þórhildur Þorleifsdóttir.